Almenn slysatrygging 2

Þessi trygging er dýrmætt haldreipi fyrir afkomu fjölskyldunnar ef vátryggður lætur lífið af slysförum eða býr við 70% varanlega örorku eftir slys.

Stóráföll gera ekki boð á undan sér og á augabragði geta framtíðarplönin orðið að engu. Þá er mikilvægt að hafa ráðrúm ef við þurfum að brúa bil vegna tekjuskerðingar, breyta um húsnæði, skipta um bíl eða mæta öðrum óvæntum útgjöldum.

AÐALATRIÐIN

  • Samsett trygging með dánar- og örorkubótum vegna slyss.

  • Tryggingartaki velur sjálfur vátryggingarfjárhæðina.

  • Ekki er þörf á sérstakri heilsufarsyfirlýsingu.

  • Við 70% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss greiðast fullar bætur í einu lagi til vátryggðs.

  • Við andlát vegna slyss greiðast bætur til eftirlifenda.

  • Vátryggingin fellur niður við útgreiðslu örorkubóta.