Bifreiðaskoðun

Allir viðskiptavinir Varðar fá 2.000 kr. afslátt* af aðalskoðunargjaldi bifreiða hjá Tékklandi sem er ódýrasti kosturinn í bifreiðaskoðun. Viðskiptavinir okkar fá því hagstæðara verð á aðalskoðun en gengur og gerist.

Það er einfalt að fá afsláttinn. Það eina sem gera þarf er að tilkynna starfsfólki Tékklands um viðskiptin við Vörð þegar komið er í skoðun.

* Gildir af aðalskoðun og ekki með öðrum tilboðum. 400 kr. umferðaröryggisgjald sem rennur til Umferðarstofu er án afsláttar.