Grunnur afsláttarkerfi

Grunnur er afsláttarkerfi fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem miðar að því að veita þeim sem tryggja hjá Verði betri alhliða kjör á tryggingum. Viðskiptavinir, sem eru í Grunni, greiða ekki sjálfsáhættu í ábyrgðartryggingu ökutækja og ef bifreiðin er kaskótryggð fá þeir bílaleigubíl í allt að fimm daga lendi þeir í kaskótjóni.

Til að komast í Grunn þurfa viðskiptavinir að vera með ökutækjatryggingu,Heimilisvernd 2, 3 eða 4 með innbúskaskó og einhverja þriðju tryggingu, svo sem kaskótryggingu eða brunatryggingu fasteignar. Ýmis fyrirtæki í samstarfi við Vörð bjóða viðskiptavinum í Grunni upp á sérstök afsláttarkjör.

Barnabílstólar

20% afsláttur af barnabílstólum

Vörður býður viðskiptavinum sínum, sem eru í afsláttarkerfinu Grunni, sérkjör á barnabílstólum og barnavörum.

Hjá barnavöruversluninni Fífu býðst viðskiptavinum í Grunni 20% afsláttur af öllum keyptum barnabílstólum og Base. Einnig er veittur 15% afsláttur af Clippasafe öryggisvörum.

Til að njóta þessara kjara geta viðskiptavinir farið í verslunina Fífu og látið starfsfólkið vita að þeir séu í Grunni.

Bifreiðaskoðun

2000 kr. af ökutækjaskoðun

Allir viðskiptavinir Varðar fá 2.000 kr. afslátt* af aðalskoðunargjaldi bifreiða hjá Tékklandi sem er ódýrasti kosturinn í bifreiðaskoðun. Viðskiptavinir okkar fá því hagstæðara verð á aðalskoðun en gengur og gerist.

Það er einfalt að fá afsláttinn. Það eina sem þarf að gera er að tilkynna starfsfólki Tékklands um viðskiptin við Vörð þegar komið er með bifreið í skoðun.

* Gildir af aðalskoðun og ekki með öðrum tilboðum. 400 kr. umferðaröryggisgjald sem rennur til Umferðarstofu er án afsláttar.

Dekk

25% afsláttur af dekkjum

Vörður býður viðskiptavinum sínum, sem eru í afsláttarkerfinu Grunni, 25% afslátt af Green Diamond-Harðkornadekkjum. Þessi dekk eru umhverfisvæn íslensk framleiðsla sem ganga út á að hörðum kornum (iðnaðardemöntum) er blandað í allt munstur dekkjanna þegar þau eru sóluð.

Til að fá afsláttarkjörin sendir þú fyrirspurn á netfangið panta@hardkornadekk.is eða pantar í vefverslun á heimasíðunni www.hardkornadekk.is