Heimilisvernd 1

Einföld og örugg innbús- og ábyrgðartrygging í einum pakka fyrir þá sem ekki þurfa slysa- eða ferðatryggingar.

Einnig er hægt að bæta við innbúskaskó fyrir þá sem vilja tryggja innbúið sitt enn betur.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

INNBÚSTRYGGING

Bætir innbú heimilisins við meiri háttar tjón, svo sem vegna bruna, vatns, innbrots, umferðaróhapps, ráns, skemmdarverka, hruns, óveðurs, ofhitunar þvotts, þjófnaðar úr grunnskóla, og skammhlaups í rafmagnstækjum. Bætir einnig fyrir tjón á frystivörum vegna skyndilegrar bilunar á kæli eða frysti.

INNBÚSKASKÓ (VALKVÆTT)

Innbúskaskó er valkvæð viðbót sem tekur til tjóns á almennu innbúi og persónulegum munum heimilisins sem fæst ekki bætt samkvæmt hefðbundnum skilmálum.

ÁBYRGÐARTRYGGING

Greiðir skaðabætur vegna tjóns gagnvart þriðja aðila sem vátryggður eða aðrir heimilismeðlimir sem undir trygginguna falla eru gerðir ábyrgir fyrir samkvæmt íslenskum réttarreglum um skaðabótaábyrgð.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Ítarlegri upplýsingar má nálgast í skilmálum tryggingarinnar.