Ferðatrygging

Víða erlendis þarf að greiða læknisþjónustu fullu verði og getur sá kostnaður orðið umtalsverður ef upp kemur alvarlegt slys eða veikindi.

Við viljum vekja athygli á því að hægt er að bæta ferðatryggingum við Heimilisvernd Varðar. Ferðatryggingar geta verið innifaldar í flestum greiðslukortum en sú vernd er mismunandi víðtæk og getur verið háð skilyrðum. Einnig er í flestum tilfellum gildistími ferðatrygginga í kortum og heimilistryggingum 60-90 dagar.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

FERÐASJÚKRATRYGGING

Ferðasjúkratrygging greiðir kostnað vátryggðs vegna slysa, veikinda eða andláts á ferðalagi erlendis.

FERÐASLYSATRYGGING

Ferðasjúkratrygging greiðir kostnað á ferðalagi erlendis vegna slysa, veikinda eða andláts.

FERÐAROFSTRYGGING

Ferðarofstrygging greiðir verðmæti ferðar ef ferðin er rofin að læknisráði áður en hún er hálfnuð eða hinn vátryggði liggur á sjúkrahúsi a.m.k helming ferðar. Einnig eru greidd nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar ef andlát, alvarlegt slys eða veikindi koma upp hjá nánustu ættingjum vátryggðs, verulegt eignartjón verður á heimili vátryggðs eða hjá einkafyrirtæki hans.

FARANGURSTRYGGING

Farangurstrygging nær yfir farangur á ferðalagi erlendis og bætir tjón m.a. vegna bruna, innbrota, skemmdarverka eða þess að farangur tapast hjá flutningsaðila. Ef ferðast er með dýra hluti er nauðsynlegt að vátryggja þá sérstaklega.