Sumarbústaðatrygging

Sumarhúsatrygging Varðar er hentug trygging fyrir alla sumarhúsaeigendur. Þessi trygging felur í sér innbústryggingu og húseigendatryggingu fyrir sumarhúsið.

Iðgjald Sumarhúsatryggingar fer annars vegar eftir vátryggingarfjárhæð innbús og hins vegar brunabótamati sumarhússins. Sjálfsábyrgð er í innbús- og húseigandatjónum og kemur upphæðin fram á skírteini.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

INNBÚSTRYGGING

Bætir innbú sumarhússins ef það verður fyrir meiri háttar tjóni vegna bruna, vatns eða innbrots.

VATNSTJÓN

Tryggingin greiðir bætur vegna skemmda sem verða á sumarhúsinu af völdum leka úr vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum húseignar.

ÁBYRGÐ SUMARHÚSAEIGENDA

Tryggingin greiðir bætur gegn þeirri skaðabótaskyldu sem getur fallið á eigendur sumarhúsa samkvæmt íslenskum lögum eða réttarvenjum.

ÚRHELLI EÐA ASAHLÁKA

Tryggingin greiðir bætur vegna yfirborðsvatns í sumarhúsinu sem orsakast af skyndilegu úrhelli eða asahláku þannig að vatnsmagn verður svo mikið að frárennslislagnir ná ekki að flytja það frá.

FROSTSPRUNGUR

Tryggingin greiðir bætur vegna frostsprungna á vatnsleiðslukerfi innanhúss sem verða við það að hitakerfi sumarhússins bilar óvænt og skyndilega.

INNBROT

Tryggingin greiðir bætur vegna þess tjóns sem verður á sumarhúsinu sjálfu vegna innbrots eða innbrotstilraunar. Það er skilyrði að lögregluskýrslu sé skilað sem sönnun fyrir tjóni.

GLER

Tryggingin greiðir bætur vegna brots á venjulegu sléttu og glæru rúðugleri.

SÓTFALL

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns sem verður vegna skyndilegs og óvænts sótfalls frá viðurkenndum kynditækjum eða eldstæðum.