Húseigendatrygging

Allir fasteignaeigendur þurfa að huga að tryggingum fyrir fasteignir sínar. Húseigendatrygging Varðar veitir víðtæka og alhliða vernd fyrir fasteignina.

Tryggingin bætir það tjón sem verður á fasteigninni sjálfri, m.a. vegna vatns, foks, innbrots, skýfalls eða asahláku, tjón á rúðum og tjón vegna brots eða hruns á innréttingum.

Innifalið í Húseigendatryggingu Varðar er einnig ábyrgðartrygging sem tryggir eigendur fasteigna fyrir bótaskyldu sem getur fallið á þá. Iðgjald Húseigendatryggingar fer eftir aldri húseignarinnar og brunabótamati hennar.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

VATNSTJÓN

Tryggingin greiðir bætur vegna skemmda sem verða á fasteigninni af völdum leka úr vatnsleiðslum og hitakerfi húseignar og stafar eingöngu af skyndilegum og óvæntum leka úr vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum eða tækjum tengdum þeim.

ÁBYRGÐ HÚSEIGANDA

Tryggingin greiðir bætur gegn þeirri skaðabótaskyldu sem getur fallið á húseiganda samkvæmt íslenskum lögum eða réttarvenjum.

ÚRHELLI EÐA ASAHLÁKA

Tryggingin greiðir bætur á fasteign vegna yfirborðsvatns sem orsakast af skyndilegu úrhelli eða asahláku þannig að vatnsmagn verður svo mikið að frárennslislagnir ná ekki að flytja það frá.

FROSTSPRUNGUR

Tryggingin greiðir bætur vegna frostsprungna á innanhússvatnsleiðslukerfi sem verður við það að hitakerfi hússins bilar óvænt og skyndilega.

INNBROT

Tryggingin greiðir bætur á fasteigninni vegna innbrots eða innbrotstilraunar. Það er skilyrði að lögregluskýrslu sé skilað sem sönnun fyrir tjóni.

GLER

Tryggingin greiðir bætur vegna brots á venjulegu sléttu og glæru rúðugleri.

SÓTFALL

Tryggingin greiðir bætur sem verða vegna skyndilegs og óvænts sótfalls frá viðurkenndum kynditækjum eða eldstæðum.

SNJÓÞUNGI

Tryggingin greiðir bætur vegna skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi fasteignarinnar.

ÓVEÐUR

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns sem verður á fasteigninni sem rekja má til roks eða óveðurs þegar vindhraði nær 28,5 m/s.

BROTTFLUTNINGUR

Tryggingin greiðir húsaleigu hafi fasteign skemmst af bótaskyldum tjónsatburði og viðgerð er svo umfangsmikil að óhjákvæmilegt reynist að flytja úr húsnæðinu.

BROT EÐA HRUN

Tryggingin greiðir bætur vegna brots eða hruns á loftklæðningum eða naglföstum innréttingum á fasteigninni vegna skyndilegrar og óvæntrar bilunar. Einnig er bætt vegna brots á keramikhelluborði.

HREINLÆTISTÆKI

Tryggingin greiðir bætur vegna brots á fasttengdum hreinlætistækjum sem teljast hluti af fasteigninni, s.s. vöskum, baðkerum, salernisskálum og vatnskössum, sem rekja má til skyndilegs og óvænts utanaðkomandi atburðar.

RÉTTARAÐSTOÐARTRYGGING

Réttaraðstoðartrygging greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum. Trygging þessi gildir aðeins ef óskað er aðstoðar lögmanns sem svo tilkynnir Verði um að hann hafi tekið að sér málið.