Brunatrygging húseigna

Brunatryggingin er lögboðin trygging húseigna sem bætir tjón vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð miðast við brunabótamat sem Fasteignamat ríkisins ákveður. Með brunatryggingu húseignar er innheimt iðgjald vegna viðlagatryggingar sem er lögboðin náttúruhamfaratrygging.

VIÐBÓTARBRUNATRYGGING

Ef húseign er talin verðmætari en brunabótamat segir til um er viðbótarbrunatrygging mjög hentug. Hún eykur verðmæti brunabótamatsins umfram það sem Fasteignamat ríkisins hefur gefið út. Skilyrði til bótaréttar er að tjón fari fram úr útgefnu brunabótamati.