Fasteignin

Allir fasteignaeigendur þurfa að fullvissa sig um að eign þeirra sé tryggð gegn óvæntum áföllum eða óhöppum. Það er brýnt að allar fasteignir, hvort sem þær eru í smíðum eða fullbúnar, séu rétt tryggðar gegn tjónum eins og bruna, vatni, óveðri og innbrotum, en slík tjón geta verið mjög kostnaðarsöm.

Vörður býður víðtækar tryggingar fyrir fasteignina og er starfsfólk okkar reiðubúið að aðstoða viðskiptavini við rétt val á tryggingum.