Gæludýratrygging

Gæludýratrygging Varðar tryggir bæði hunda og ketti. Nauðsynlegt er að gæludýr séu orðin átta vikna gömul við tryggingatöku. Til að taka tryggingu þarf að fylla út beiðni sem nálgast má hér á síðunni og skila henni inn með heilbrigðisvottorði sem er innan við tveggja vikna gamalt. Ekki er hægt að nýtryggja gæludýr eftir að þau hafa náð 5 ára aldri.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

LÍF- OG HEILSUTRYGGING

Líf- og heilsutrygging tekur til dauða hins vátryggða gæludýrs eða alvarlegs heilsutjóns þess. Einnig er gæludýrið tryggt ef því er stolið eða það tapast og finnst ekki innan 60 daga frá því tilkynning um hvarf þess barst félaginu. Beiðni þarf að fylgja ættbók þegar líftryggja á gæludýr.

SJÚKRAKOSTNAÐARTRYGGING

Sjúkrakostnaðartrygging tekur til kostnaðar vegna nauðsynlegrar þjónustu hjá dýralæknum. Vátryggingin bætir réttmætan, sanngjarnan og ófyrirséðan dýralæknakostnað sem er bein afleiðing af slysum eða sjúkdómum hins vátryggða gæludýrs.

ÁBYRGÐARTRYGGING

Ábyrgðartryggingin tekur á hugsanlegri skaðabótaskyldu sem getur fallið á eiganda gæludýrsins vegna líkamstjóns eða skemmda á munum sem dýrið getur valdið.