Ágreiningur um tjón

Það getur komið upp ágreiningur um hvort tjón sé bótaskylt eða ekki og þá er gott að leita til utanaðkomandi aðila.

Tjónanefnd vátryggingafélaganna

Nefndin fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélaga. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hýsir nefndina. Tilgangur hennar er að bjóða upp á fljótvirkt úrræði til að skera úr um ágreining í tjónamálum. Úrskurðir nefndarinnar eru ekki bindandi fyrir aðila. Vörður sér um að vísa málinu til meðferðar hjá nefndinni ef tjónþoli óskar eftir því.

Úrskurðanefnd í vátryggingamálum

Nefndin fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags. Hún úrskurðar hvort ágreiningur aðila heyri undir nefndina og hvort hann sé þess eðlis eða studdur þeim gögnum að unnt sé að úrskurða í málinu. Telji nefndin svo ekki vera vísar hún málinu frá. Úrskurðarnefndin starfar samkvæmt samkomulagi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Neytendasamtakanna og Samtaka fjármálafyrirtækja.

Dómstólar

Hægt er að leita til dómstóla ef aðilar una ekki afstöðu félagsins, niðurstöðu tjónanefndar eða úrskurði úrskurðarnefndar í vátryggingamálum.