Hlauptu náttúrulega betur

Í sumar býður Vörður öllum sem hafa áhuga að kynna sér náttúruhlaup, hvað þau geta gefið fólki, hvernig þau eru frábrugðin götuhlaupum og hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa í náttúrunni.

Skoða nánar

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

RAFRÆNN RÁÐGJAFI

Gakktu frá líf- og sjúkdómatryggingum á örfáum mínútum

Eftir hverju ert þú að bíða?

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2020

Við skorum hæst tryggingafélaga og bætum okkur á öllum sviðum

Við þökkum starfsfólki okkar þennan frábæra árangur sem dag hvern skilar sér í framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur frá mánudegi til fimmtudags milli kl. 9:00 og 16:00 en á föstudögum frá 9:00 til 15:30. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

2. júl 2020

Nýtum okkur ekki lögveðsrétt í ökutækjatryggingum

Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um nýleg lög um ökutækjatryggingar, sem veita tryggingafélögum lögveðsrétt í ökutækjum vegna vangoldinna iðgjalda. Fram kemur í umfjölluninni að lögin séu m.a. illframkvæmanleg og ósanngjörn gagnvart kaupendum ökutækja, sem gætu þurft að sæta því að greiða upp skuldir fyrri eiganda ökutækis.

Vörður mun ekki nýta sér þessa heimild við eigendaskipti ökutækja fyrr en tryggt verður að kaupendur geti fullvissað sig um að ekki hvíli skuld vegna trygginga fyrri eiganda. Unnið er að varanlegri lausn sem tryggir hagsmuni kaupenda ökutækja.

fréttir

25. jún 2020

Akstur með ferðavagna

Öll viljum við ferðast um landið okkar á öruggan og áfallalausan hátt. Margir aka um þjóðvegina í sumar með ýmiss konar ferðavagna í eftirdragi eins og hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aksturseiginleikar bílsins geta breyst, hann orðið óstöðugri og getur rásað á veginum. Fjölmörg önnur atriði er gott að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferðalag með ferðavagn.

Ferðavagnar þurfa að fara í lögbundna skoðun fjórum árum eftir skráningu og síðan á tveggja ára fresti. Bremsu- og ljósabúnaður og dekk verða ávallt að vera í lagi. Gæta þarf þess að bíllinn megi draga ferðavagninn og að ökuréttindi nái yfir samanlagða þyngd vagnsins og bílsins. Lesa má upplýsingar um heimilaða þyngd eftirvagns eða tengitækis í skráningarskírteini bifreiðar. Á skráningarskírteini ferðavagns kemur fram þyngd þeirra en hún er auðvitað án alls búnaðar sem settur er um borð í vagninn.

Ef ferðavagn er breiðari en bíllinn og hindrar baksýni þarf að framlengja hliðarspegla hans báðu megin og gott er að hafa útsýni úr baksýnisspegli til að geta fylgst með ferðavagninum sjálfum aftur úr bílnum. Ganga þarf vel frá tengibúnaði við bílinn og öryggiskeðju skal alltaf nota. Tengibúnaðurinn á að vera traustur og af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Allir ferðavagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins.

Það er ekki sjálfgefið að ökumenn kunni að aka með ferðavagn en æfingin skapar meistarann. Huga þarf t.d. að því að hemlunarvegalengd og beygjuradíus breytist þegar ekið er með ferðavagn. Þá getur ferðavagn tekið á sig mikinn vind þannig að við verstu aðstæður getur hann fokið út af veginum ásamt bílnum.

Besta ráðið er að fara varlega, gefa sér nægan tíma og aka ávallt eftir aðstæðum.

Tryggingar eftirvagna

Samkvæmt lögunum, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn eða annað tæki sem fest er við ökutæki, vera ein heild. Eftirvagn eða tengivagn getur verið t.d. tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða kerra.

Þetta þýðir að ábyrgðartryggingar ökutækja ná ekki yfir tjón sem verða á eftirvögnum, óháð eignarhaldi. Ábyrgðartrygging tók áður á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. Til að tryggja eftirvagn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagninn sjálfan.

Tökum dæmi: Jói fær lánað fellihýsi hjá Guðrúnu og verður svo valdur að árekstri með tilheyrandi tjóni á fellihýsinu. Ef þessi atburður hefði gerst á síðasta ári hefði tjónið á fellihýsinu greiðst úr ábyrgðartryggingu ökutækis Jóa. Ef svona atburður gerist á þessu ári greiðist tjónið ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis Jóa.

Ef þú átt eftirvagn, farðu þá vel yfir tryggingarnar þínar. Þú getur óskað eftir tryggingu fyrir eftirvagninn þinn hjá okkur með því að hafa samband.