Kannt þú golfreglurnar?

Slærð þú alla leið til Montecastillo?

Taka þátt

Fáðu tilboð í tryggingar

Við leggjum áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði. Hafðu samband og athugaðu hvað við höfum fram að færa.

FYRIRTÆKJATRYGGINGAR

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum.

Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

Tilkynna tjón

Ef þú hefur lent í tjóni getur þú tilkynnt það hér fyrir neðan með nokkrum músarsmellum. Ef um neyðartilvik er að ræða, t.d. vatnsleka eða bruna, er nauðsynlegt að hafa samband við okkur eins fljótt og kostur er.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019

Við skorum hæst í jafnrétti og höfum bætt okkur á öllum sviðum.

Þess vegna erum við Fyrirtæki ársins 2019 í flokki stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri könnun VR. Við þökkum starfsfólki okkar þennan frábæra árangur sem dag hvern skilar sér í framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

VÖRÐUR HEFUR Á AÐ SKIPA ÞJÓNUSTULIPRU OG VEL UPPLÝSTU STARFSFÓLKI

Þú nærð sambandi við okkur alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30 í síma 514 1000, í netfangið vordur@vordur.is eða á netspjallinu.

FRÉTTIR OG BLOGG

fréttir

11. jún 2019

Golfleikur Varðar aldrei verið vinsælli

Golfleikur Varðar aldrei verið vinsælli

Golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands er kominn í gang - sjöunda sumarið í röð. Í leiknum geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið geta fengið hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist með ári hverju en í fyrrasumar tóku yfir 30 þúsund þátt og var leikurinn spilaður meira en 50 þúsund sinnum.

Golfleikurinn sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum. Með því að þekkja reglurnar til hlítar verður leikurinn skemmtilegri, einfaldari og gengur hraðar fyrir sig. Því betri árangri sem þú nærð, því meiri líkur á vinningi.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Golfleikur til gagns og gamans

Golfleikurinn er til gamans gerður fyrir kylfinga, bæði til þess að reyna á kunnáttuna og til að rifja upp golfreglurnar. Spilarar í leiknum geta unnið brons-, silfur- eða gullverðlaun. Með betri árangri aukast líkurnar á að hreppa stóra vinninginn og vinna golfferð fyrir tvo til Spánar. Leikurinn hefur svo sannarlega fest sig í sessi hjá golfurum og áhugafólki um golfíþróttina og fleiri og fleiri taka þátt með hverju árinu sem líður. Leikurinn var fyrst haldinn sumarið 2013 og var fjöldi spilara yfir fjögur þúsund. Þátttakan hefur margfaldast síðan þá.

Golfleiknum er einnig ætlað að vekja athygli á , sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Traustur bakhjarl GSÍ

Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina.

Allir kylfingar landsins eru hvattir til að kynna sér reglur golfsins og hafa alltaf eintak af Golfreglubókinni í golfpokanum.

Við vonum að þú eigir ánægjulegar stundir á golfvellinum í sumar.

fréttir

17. maí 2019

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR kem kynnt var á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 16. maí síðastliðinn. Vörður fær viðurkenninguna ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í flokki stórra fyrirtækja sem eru með 70 starfsmenn eða fleiri.

Fyrirtæki ársins 2019 eru fimmtán talsins eða fimm úr hverjum flokki; lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja. Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal 35 þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að leita upplýsinga um viðhorf starfsmanna til vinnustaðar síns. Könnunin er einnig vettvangur starfsmanna til að segja stjórnendum hvað vel er gert og hvað betur mætti fara. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og hvort starfsmenn séu stoltir og ánægðir af starfsemi vinnustaðarins.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins og var hún að vonum ánægð með niðurstöðuna. Harpa segir að markvisst hafi verið unnið að því að gera starfsumhverfi Varðar nútímalegt og skapa umgjörð fyrir framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur og starfsánægju. Vörður sé með metnaðarfulla mannauðsstefnu sem stöðugt sé verið að styrkja og bæta. „Við leggjum mikla áherslu á vinnuumhverfið og menninguna og kappkostum að stuðla að almennri vellíðan, starfsánægju og góðum starfsanda. Við vitum að há starfsánægja skilar sér með beinum hætti í ánægðum viðskiptavinum. Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu en hún er bæði staðfesting á því að við erum á réttri leið og hvatning til að halda áfram og gera enn betur,“ segir Harpa.

Nánari upplýsingar um heildareinkunn og einkunnir lykilþátta má sjá hér.