Líftrygging

Líftryggingu er ætlað að styðja við fjölskyldur komi til andláts og þannig auka lífsgæði og fjárhagslegt öryggi þeirra sem eftir standa.

Líf- og sjúkdómatryggingar

Þú getur gengið frá líf- og sjúkdómatryggingu, sem er sérsniðin að þínum skuldbindingum, á örfáum mínútum. Eftir hverju ert þú að bíða?

Byrja

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvað er líftrygging?

    Líftrygging er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur þeirra sem slíka tryggingu hafa.

    Hvernig virkar líftrygging?

    Ef þú ert með líftryggingu og fellur frá af völdum sjúkdóms eða slyss fá aðstandendur þínir, eða þeir sem þú velur, greiddar bætur.

    Hverjir þurfa líftryggingu?

    Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa tekið á sig fjárhagsskuldbindingar sem aðrir ábyrgjast ættu að fá sér líftryggingu. Með fjárhagslegum skuldbindingum er t.d. átt við húsnæðislán, bílalán, skuldabréfalán, yfirdráttarlán eða aðrar skuldir.

    Hverjir fá bæturnar?

    Þú ákveður hverjir fá bæturnar úr líftryggingunni þinni. Ef þú nefnir engan sérstakan rennur bótafjárhæðin til maka þíns ef hann er til staðar. Ef þú lætur ekki eftir þig maka rennur bótafjárhæðin til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Þú getur einnig skráð einstaklinga sem þú vilt að öðlist rétt til greiðslu bóta eins og til dæmis sambúðarmaka.

    Valmöguleikarnir eru þá eftirfarandi:

    • Lögerfingjar: Giftur maki þinn fær 1/3 af fjárhæðinni og börnin þín 2/3 af fjárhæðinni.

    • Ekki tilnefndur rétthafi: Giftur maki þinn fær alla fjárhæðina greidda til sín. Sértu ekki giftur, rennur öll fjárhæðin til barna þinna. Sé ekki maki eða börn til staðar, þá er fjárhæðin greidd til foreldra þinna.

    • Skráning á nafn: Þú velur hver fær bæturnar. Ef þú átt maka en þið eruð ekki gift, þá þarf að nota þessa skráningu ef maki á að fá fjárhæðina greidda til sín.

    Hvernig greiðast bætur?

    Bætur líftryggingar greiðast í einu lagi til rétthafa og eru undanþegnar tekjuskatti.

  • Hvað kostar líftrygging?

    Verð líftryggingar er reiknað samkvæmt iðgjaldaskrá og fer eftir tryggingarfjárhæð og aldri þess sem tekur hana. Verðið er óháð kyni og breytist til hækkunar í samræmi við neysluvísitölu og við hækkandi aldur þess sem tekur trygginguna.

    Hversu háar eru bæturnar?

    Þegar þú sækir um líftryggingu ákveður þú bótafjárhæðina. Best er að fjárhæðin taki mið af tekjum, skuldastöðu og fjölskylduhögum þínum. Þú skalt reglulega endurskoða tryggingarfjárhæðina þegar aðstæður þínar eða fjölskylduhagir breytast.

    Hvar gildir líftrygging?

    Líftryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

    Hverjir geta líftryggt sig?

    Einstaklingar á aldrinum 18-62 ára geta sótt um líftryggingu og er gildistími hennar til 75 ára aldurs.

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.